10.2.2009 | 01:55
Takmarkalaust vald
Baráttan milli góðs og ills í íslenskum stjórnmálum heldur áfram og virðist vera að nálgast dramatískan hápunkt. Einn af mörgum sem á undan hafa gengið og annarra sem munu án efa fylgja í kjölfarið. Gamli keisarinn Davíð Oddsson neitar að segja af sér bankastjórastöðunni þrátt fyrir skýr tilmæli þess efnis frá nýja forsætisráðherranum, Heilagri Jóhönnu. Hann hafði komið ár sinni svo vel fyrir borð meðan hann sat á valdastóli og tryggt stöðu sína svo kyrfilega að ekki einu sinni forsætisráðherra landsins getur sagt honum upp störfum sem seðlabankastjóra nema með tilkomu nýrrar lagasetningar sem þarf að samþykkja á alþingi. Svona ný lagasetning er nú tilbúin og Jóhanna segist ekki eiga von á öðru en að hún verði samþykkt og afgreidd fljótt og örugglega í gegnum þingið. En er það svo víst? Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.
Mun kannski koma í ljós að vald gamla keisarans er ennþá alveg takmarkalaust? Er hann að kippa í einhverja spotta og strengjabrúður? Mun hann jafnvel nota sambönd sín innan Bilderberg hópsins svokallaða, lang-valdamesta saumaklúbbs veraldar til að tryggja áframhaldandi völd sín eða hefur hann kannski þegar gert það? Hver eru þessi tæknilegu atriði í nýja seðlabankalagafrumvarpinu sem IMF(Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) hefur gert athugasemdir við? Forvitnilegt.
Allir vita hversu þrjóskur og langrækinn Davíð er(og kannski Jóhanna líka?) og því verður spennandi að sjá hvaða þrusuleikjum verður leikið á taflborði valdanna næst. Verða það sleggjur og gafflar? Eða úthugsaðir peðs-leikir sem leiða til óhjákvæmilegs kæfingarmáts Heilagrar Jóhönnu í 74. leik eftir næstu kosningar? Kemur upp pattstaða eða mun gamli einvaldurinn einfaldlega leika sjálfan sig í heimaskítsmát? Spennandi.
Á meðan öllu þessu fer fram fjölgar svo atvinnulausum og hungurmorða vesalingum á methraða.
Segi svona ...
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi myndvinnsla hjá þér er tær snilld. Ótrúlega nærri sannleikanum en vonandi ertu ekki sannspár um að BB II sé Anakin, þótt maður trúi öllu upp á hann verði hann máttugur Sith af Sjálfstæðisflokksvaldinu.
The force (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 18:06
Tek undir með "The force" - og ég tala sem mikill Star Wars nörd hérna og hef því extra mikið vægi í þessu máli.
Þór Jóhannesson, 12.2.2009 kl. 21:05
hehe, takk fyrir kærlega.
Mannkerti, 13.2.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.